Þriðjudagur í sól og sumaryl

Hæ,

Mér datt í hug að láta aðeins í mér heyra. Ég er ekki að vinna í dag og satt að segja hefur þessi dagur farið í eintóma leti eins og er. Núna er komið hádegi og ég sit hérna í eldhúsinu mínu með kaffibollann minn og horfi út í yndislega sólina. Á eftir þarf ég svo að koma mér út til háskólans og stússast þar. Svo sæki ég rúsínurnar mínar í skólann og við ætlum að fá okkur grjónagraut old style í kvöldmat. Hlakka bara til.

Af mér er það annars að frétta að ég er búinn að vinna upp á spítala hér í bæ þar sem ég hef verið sérlegur uppvaskari. Skemmtilegt fólk sem vinnur þarna, en vinnan sjálf er svona kannski ekki alveg að auka gáfurnar.

Ritgerðarsmíð er hafin og svona smá byrjunarörðugleikar sem ég býst við að leysist í vikunni. Pínu snúið að vinna og skólast á sama tíma, en það gengur samt sem áður.

Börnin hafa það fínt og við erum búin að hafa það gott hérna síðustu vikuna.
Þau fara svo til Sólrúnar á morgun.

Já, svei mér þá ég verð nú ekki oft kjaftstopp, en er það nú. Ég hef ekki neitt meira að segja. Endilega komið með comment á síðuna og vekjið bloggarann í mér.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ, ég er búin að fá niðurstöðurnar..
Hringdu ASAP
luv.....

p.s. hlakka til að sjá Tarsan outfittið
Nafnlaus sagði…
Jæja Arnar minn, ertu að gleyma að segja okkur eitthvað??
KV Munda
Nafnlaus sagði…
Hmmmmmmm gleyma hverju? Munda ekki vera svona dularfull :S.
Hvað er þetta annars með sólina og hitann þarna hjá þér Arnar minn? Er ekki nóg komið í bili af þeirri gulu, hér er haust!
Kv.
g
Arnar Thor sagði…
Hmm, má maður ekki eiga leyndarmál Munda? Heyrðu Guðrún, hér er bara frábært veður. Sólin skín svo glatt að það er bara raðfullnæging í hvert skipti sem maður kíkir út. Ferlega gott veður. Enda eigum við það skilið það rigndi nefnilega smá í síðustu viku.

kveðja úr sumar part 2,

Arnar Thor
Nafnlaus sagði…
Guðrún, kveiktu nú á fattaranum vinan.

Ég man ekki hvort það hafi nokkuð rignt hér í síðustu viku??? Kannski bara einu sinni mánudag til föstudags, samfellt.
Annars er ég voða glöð að það er gott hjá ykkur.
kv Munda
Nafnlaus sagði…
Hmmmm fattarinn varð eftir í Hong :S....nú verður Munda að gefa mér hint :)
Sólarraðfullnæging hljómar vel, svona svipað og sólarrafhlaða; svipað umhverfisvænt geri ég ráð fyrir ;)
g

Vinsælar færslur